Data mining

Goðan daginn,

Mættur í skólann í tíma sem kallast Business Intelligence og þar eru kennd data mining fræði og fleira. Kennarinn er Karsten Boye og ansi magnaður gutti. Hann var sá sem ég hafði samband við í upphafi þegar ég var að afla mér upplýsingar um námið.
Mér sýnist þetta fag muni verða pínu þurrt en afskaplega hagnýtt.

Það sem hefur háð mér í gegnum tíðina að ég hreinlega veit ekki hvað ég kann. Þegar ég kem til með að þurfa að markaðssetja mig þá þarf ég auðvitað að skrá niður hvað ég get. "Fljótur að læra" bara virkar ekki. Ég hef yfirgripsmikla yfirborðsþekkingu á mörgu, en þekki fátt til hlýtar. Spurning hvar maður endar í vinnu.

Jæja, best að hlusta á guttann.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur